Snæfell framlengdi á dögunum samninga sína við fjölmarga leikmenn félagsins í fyrstu deild kvenna og annarri deild karla.

Hjá liði þeirra í fyrstu deild kvenna vor það Alfa Magdalena Frost, Viktoría Sif Þráinsdóttir Norðdahl, Signý Ósk Sævarsdóttir, Adda Sigríður Ásmundsdóttir, Heiðrún Edda Pálsdóttir, Birgitta Mjöll Magnúsdóttir, Vaka Þorsteinsdóttir, Dagný Inga Magnúsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir.

Hjá liði þeirra í annarri deild karla verða þeir Viktor Brimir, Aron Ingi, Dawid Einar, Bjarni Þormar, Sindri Þór, Jónas Már, Elías Viðar, Jason Helgi og Sturla einnig allir áfram hjá liðinu.