Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
LeBron James fagnaði 38 ára afmæli sínu með sigri Los Angeles Lakers gegn Hawks í Atlanta, 130-121. James með stórleik fyrir Lakers á afmælinu, 47 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Hawks var það bakvörðurinn efnilegi Trae Young sem dró vagninn með 29 stigum og 8 stoðsendingum.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leiknum:
Þetta mun ekki hafa verið í fyrsta skipti sem James fagnar afmæli sínu með því að láta Hawks finna fyrir því, en fyrir 13 árum, þegar hann hélt upp á 25 ára afmæli sitt skilaði hann einnig 48 stigum og 10 fráköstum í sigri Cleveland Cavaliers gegn Atlanta Hawks.
Wizards 119 – 100 Magic
Lakers 130 – 121 Hawks
Suns 104 – 113 Raptors
Pistons 118 – 132 Bulls
Timberwolves 114 – 123 Bucks
76ers 116 – 127 Pelicans
Heat 119 – 124 Nuggets
Trail Blazers 112 – 118 Warriors
Jazz 125 – 126 Kings