Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza máttu þola fjögurra stiga tap fyrir San Giovanni í ítölsku úrvalsdeildinni, 64-60.

Eftir leikinn er Faenza í 11. sæti deildarinnar með tvo sigra og átta töp eftir fyrstu tíu umferðirnar.

Á tæpum 25 mínútum spiluðum skilaði Sara 13 stigum og frákasti.

Næsti leikur Söru og Faenza er þann 10. desember gegn San Martino.

Tölfræði leiks