Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur á nýjan leik samið við Val í Subway deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Hildur Björg lék með Val frá 2020 til loka sl. tímabils, en hún var ein að lykilmönnum liðsins þegar það landaði Íslandsmeistaratitlinum 2021. Fyrir yfirstandandi tímabil hafði hún upphaflega samið við BC Namur-Capitale í Belgíu, en er nú komin aftur heim til þess að leika með Val.