Brynjar Þór Björnsson verður með körfuboltabúðir í samstarfi við Ármann milli jóla og nýárs dagana 28., 29. og 30. desember.

Körfuboltabúðirnar eru fyrir krakka í 2. – 10. bekk og standa æfingarnar yfir frá klukkan 9-12.

Búðirnar fara fram í nýuppgerðri Laugardalshöll – heimavelli Ármanns og íslenska landsliðsins.

Körfuboltabúðirnar hafa verið vel sóttar síðastliðin ár og fjöldinn allur af framtíðar körfuboltafólki mætt. 

Skráning hér.