Rithöfundurinn Kjartan Atli Kjartansson gaf nú fyrir jólin út tvær bækur sem báðar eru með körfuboltaívafi. Annars vegar er það Stjörnurnar í NBA þar sem hann tekur saman alla þá leikmenn sem skipta máli í sögu keppninnar og auðvitað alla þá heitustu í dag. Hinsvegar er það Langskot í lífsháska, sem hann skrifar með Braga Páli Sigurðarsyni og er sjálfstæð og æsispennandi bók í seríunni vinsælu um vinina Lóu og Börk.

Á morgun laugardag 3. desember mun bókin vera á sérstökum kjörum í Pennanum Eymundsson í Smáralindinni og mun höfundur einnig efna til skotkeppni. Búið er að koma körfum fyrir í Smáralindinni og keppt verður á þeim í skotum frá klukkan 14:30 til 16:30 á morgun, en margir skemmtilegir vinningar eru í boði.

Hérna er viðburðurinn á Facebook