Keflavík lagði heimakonur í Grindavík í kvöld í 13. umferð Subway deildar kvenna, 58-73. Eftir leikinn sem áður er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 12 sigra á meðan að Grindavík er í 5. sætinu með 4 sigra úr fyrstu þrettán umferðunum.

Gestirnir úr Keflavík byrjuðu leik kvöldsins betur og leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-31. Grindavík nær betur að halda í við þær í öðrum leikhlutanum, en fara þrátt fyrir það 10 stigum undir til búningsherbergja í hálfleik, 40-50.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Keflavík áfram að halda í forystu sína og bæta aðeins við undir lok þess þriðja, 58-73. Undir lokin gera þær svo vel að klára að lokum með nokkuð þægilegum 11 stiga sigri, 78-89.

Best í liði Keflavíkur í kvöld var Daniela Wallen með 24 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Grindavík var það Danielle Rodriguez sem dró vagninn með 20 stigum, 10 fráköstum og 9 stoðsendingum.

Bæði eiga liðin leik næst á milli jóla og nýárs, þann 28. desember, en þá tekur Keflavík á móti Fjölni og Grindavík heimsækir nýliða ÍR.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)