Tindastóll hefur samið við Jayla Johnson fyrir yfirstandandi tímabil í fyrstu deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Jayla er tæplega 22 ára, 185cm bandarískur framherji sem kemur til liðsins frá Eastern Kentucky í bandaríska háskólaboltanum. Þar skilaði hún 13 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í 30 leikjum á síðasta tímabili.

Samkvæmt tilkynningu félagsins mun Jayla koma í stað þess bandaríska leikmanns sem var fyrir hjá liðinu Chloe Wannick.