Dregið var í undanúrslitum VÍS bikarkeppni karla og kvenna kl. 12:15 í Laugardalshöll í dag. Undanúrslitin munu fara fram í Laugardalshöll þann 10. og 11 janúar, en sjálf úrslitin verða svo leikin helgina eftir.

Hérna má sjá hvaða lið mætast

Karfan mætti á dráttinn og spjallaði það við Inga Þór Steinþórsson aðstoðarþjálfara bikarmeistara Stjörnunnar um viðureign þeirra gegn Keflavík í undanúrslitunum, en liðin mættust einmitt einnig í undanúrslitum bikarkeppninnar á síðasta tímabili í bráðfjörugum leik.