Grindavík heimsótti í kvöld Haukamenn í síðasta leik liðanna fyrir jól í Subwaydeild karla. Þrátt fyrir slakan leik þar sem þeir voru undir mestallan tímann, náðu Haukamenn að knýja fram framlengingu, en töpuðu henni og svo leiknum 78-81.

Gangur leiksins

Fyrri hálfleikur fór frekar hægt af stað og Grindavík tók fljótt völdin á leiknum og ekki var aftur snúið. Fyrsta leikhluta lauk 16-24 fyrir sterkum Grindvíkingum. Óli Óla var sjóðandi heitur í hálfleiknum og setti 6 af sínum 8 þriggja stiga skotum og var með 18 stig í hálfleik þar sem staðan var svo 34-38 fyrir gestunum.

Þriðji leikhluti hélt sama dampi og fyrstu tveir en í þeim fjórða fóru hlutirnir að gerast fyrir Haukamenn. Útlendingarnir kveiktu á sér, þá sérstaklega Darwin Davis Jr. sem setti tvo mikilvæga þrista í röð. Hins vegar nægði það ekki og Grindvíkingum tókst að jafna leikinn á flautukörfu og staðan 70-70.

Hart var barist í framlengingunni en stórt spil hjá Damier Pitts skilaði Grindvíkingum sigri 78-81.

Lykilmenn

Óli Óla átti stórleik í kvöld þar sem hann endaði leikinn með 32 stig, þar af frábæra 75% þriggjastiga skotnýtingu, eða 8/12.

Stóru menn Hauka, þeir Norbertast Giga og Daniel Mortensen rifu niður nóg af fráköstum en Giga var með 18 og Mortensen með 15.

Hér má sjá viðtal við Maté, þjálfara Hauka

Hér má skoða myndir úr leiknum