Elvar Már Friðriksson og Rytas tryggðu sig áfram í umspil 16 liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í kvöld með sigri gegn Lenovo Tenerife, 85-78.

Rytas enda því í öðru sæti riðils síns, einum sigurleik fyrir aftan Tenerife, sem fara beint í 16 liða úrslitin.

Á tæpum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 19 stigum, frákasti og 4 stoðsendingum.

Umspil keppninnar mun fara af stað þann 3. janúar.

Tölfræði leiks