Dregið verður í undanúrslitum VÍS bikarkeppni karla og kvenna kl. 12:15 í Laugardalshöll í dag.

Í pottinum karlamegin verða Keflavík, Stjarnan, Höttur og Valur.

Kvennamegin verða það Keflavík, Haukar, Stjarnan og Snæfell.

Undanúrslitin munu fara fram í Laugardalshöll þann 10. og 11 janúar, en sjálf úrslitin verða svo leikin helgina eftir.

Drættinum verður hægt að fylgjast með í beinni á tímalínu Körfunnar á Twitter hér fyrir neðan: