Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Eitt allra heitasta lið deildarinnar Denver Nuggets hélt sigurgöngu sinni áfram í nótt þegar liðið lagði lið Kings í Sacramento, 113-106, en þeir hafa nú unnið síðustu fimm leiki. Eftir leikinn er Denver í efsta sæti Vesturstrandarinnar með tæplega 67% sigurhlutfall á meðan að Sacramento eru í 7. sætinu með um 53% sigurhlutfall.

Sem áður var Nikola Jokic atkvæðamestur fyrir Denver með 20 stig, 9 fráköst og 11 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var það DeAron Fox sem dró vagninn með 26 stigum.

Staðan í deildinni

Úrslit:

Los Angeles Lakers 129 – 110 Orlando Magic

Philadelphia 76ers 111 – 116 Washington Wizards

Houston Rockets 102 – 126 Boston Celtics

Atlanta Hawks 114 – 129 Indiana Pacers

LA Clippers 124 – 113 Toronto Raptors

Phoenix Suns 125 – 108 Memhis Grizzlies

San Antonio Spurs 114 – 130 Oklahoma City Thunder

New York Knicks 121 – 126 Dallas Mavericks

Charlotte Hornets 105 – 110 Golden State Warriors

Denver Nuggets 113 – 106 Sacramento Kings