Haukar lögðu Breiðablik í kvöld í Smáranum í lokaleik 11. umferðar Subway deildar karla, 106-108.

Eftir leikinn eru liðin jöfn í 3.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Njarðvík.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi í lokin, þar sem að þristur Darwin Davis undir lokin var það sem skildi liðin að. Breiðablik höfðu þó leitt lengi framan af leik, mest með 15 stigum í öðrum leikhlutanum. Haukar náðu þó yfirhöndinni í þeim þriðja og náðu undir lokin að vera skrefinu á undan, 106-108.

Atkvæðamestir fyrir Breiðablik í leiknum voru Julio De Assis með 24 stig, 8 fráköst og Everage Richardson með 19 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.

Fyrir Hauka var það Norbertas Giga sem dró vagninn með 30 stigum og 15 fráköstum. Honum næstur var Daniel Mortensen með 15 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiks