Hamar hefur samið við Brendan Howard fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Brendan er 198 cm bandarískur framherji sem á síðasta tímabili lék fyrir North Dakota Fighting Hawks í bandaríska háskólaboltanum. Hamar er sem stendur í öðru sæti fyrstu deildarinnar, en félagið gerir ráð fyrir að Brendan verði með þeim í næsta leik sem er gegn Þór Akureyri þann 6. janúar.