Lið Ægis Þórs Steinarssonar HLA Alicante hafði betur gegn Þórir Guðmundi Þorbjarnarsyni og Oviedo með minnsta mun mögulegum í Leb Oro deildinni á Spáni, 68-69.

Á tæpum 15 mínútum spiluðum í leiknum var Þórir með 6 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar. Ægir lék rúmar 12 mínútur og var með 2 stig, frákast og 2 stoðsendingar.

Eftir leikinn er Alicante í 7. sæti deildarinnar með 21 stig á meðan að Oviedo er í 15. sætinu með 17 stig.

Tölfræði leiks