Mikil hátíð var á Laugarvatni í gærkvöldi þegar Laugdælir vígðu nýtt gólf á heimavelli sínum. Í vígsluleik fékk annarar deildar liðið Vestra í heimsókn í nokkuð spennandi leik, sem endaði með sigri gestanna.

Jafnt var á milli liða í byrjun leiks svo náði Vestri 15 stiga forystu í öðrum leikhluta þar sem m.a. fóru 7-8 þristar niður. Laugdælir náðu í framhaldi í smá áhlaup en Vestri hélt þeim alltaf í fjarlægð með enn fleiri þristum. Lokatölur 108-116 fyrir Vestra.

Hér fyrir neðan má sjá myndir og viðtöl frá viðburðinum sem fréttaritari Körfunnar á Laugarvatni náði við tilefnið.

Myndasafn (Karl West)

Viðtöl / Gestur