Einn leikur fór fram í fyrstu deild karla í dag.

Fjölnir lagði Þór Akureyri í Dalhúsum, 95-67.

Eftir leikinn er Fjölnir í 9. sæti deildarinnar með fjögur stig á meðan að Þórsarar verma botnsætið, enn án sigurs eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Staðan í deildinni

Úrslit dagsins

Fyrsta deild karla

Fjölnir 95 – 67 Þór Akureyri

Fjölnir: Petar Peric 28/6 fráköst/6 stoðsendingar, Karl Ísak Birgisson 21/8 fráköst, Hilmir Arnarson 14, Fannar Elí Hafþórsson 11/5 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 10/16 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 6/5 fráköst, Ísak Örn Baldursson 4, Guðmundur Aron Jóhannesson 1/4 fráköst, Jónatan Sigtryggsson 0, Hrafn Þórhallsson 0.


Þór Ak.: Smári Jónsson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Toni Cutuk 17/14 fráköst, Arturo Fernandez Rodriguez 14/9 fráköst/6 stoðsendingar, Baldur Örn Jóhannsson 9, Zak David Harris 5, Kolbeinn Sesar Ásgeirsson 2, Páll Nóel Hjálmarsson 2/6 fráköst, Andri Már Jóhannesson 0, Hákon Hilmir Arnarsson 0, Bergur Ingi Óskarsson 0, Arngrímur Friðrik Alfredsson 0, Hlynur Freyr Einarsson 0/7 fráköst.