Álftanes hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við bakvörðinn Srdan Stojanovic fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Srdan kemur til liðsins frá Selfoss í sömu deild, en á dögunum var tilkynnt að hann myndi ekki leika áfram með þeim, en hann kom til liðsins fyrir yfirstandandi tímabil og skilaði 21 stigi, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fyrst kom Srdan til Íslands árið 2018 til þess að leika með Fjölni og var hjá þeim allt til ársins 2020. Tímabilið þar á eftir 2020-21 lék hann með Þór Akureyri.