Næsta Pollamót Þórs í Körfuknattleik verður haldið laugardaginn 30. september 2023 í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Sem fyrr verður keppt í þremur flokkum: karlar 25 til 39 ára; karlar 40 ára og eldri og konur 20 ára og eldri. Síðasta mót heppnaðist frábærlega í alla staði að mati mótshaldara og er stefnan að gera enn betur að ári. Þeir sem eru áhugasamir um að skrá lið til leiks er bent á að hafa samband við mótsnefnd með því að senda tölvupóst á pollamotkarfa@gmail.com.

Sigurvegarar síðasta móts og nokkrar svipmyndir úr fjörinu