Grindavík vann nokkuð öruggan sigur í kvöld á Breiðablik í Subway deild kvenna, 65-89.

Eftir leikinn er Grindavík í 5. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan að Blikar eru í 7. sætinu með 4 stig.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, þar sem að Breiðablik var þó tveimur stigum á undan eftir fyrsta fjórðung, 18-16. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Grindavík að vera skrefinu á undan og leiða með 3 stigum þegar að liðin halda til búningsherbergja, 37-40.

Með rosalegum þriðja leikhluta nær Grindavík svo að skilja sig vel frá heimakonum. Vinna fjórðunginn með 19 stigum og eru því 22 á undan fyrir lokaleikhlutann, 54-76. Í þeim fjórða gera þær svo nóg til að sigla að lokum heim nokkuð öruggum 24 stiga sigur, 65-89.

Atkvæðamest fyrir Blika í leiknum var Sanja Orozovic með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir Grindavík var það Danielle Rodriguez sem dró vagninn með 23 stigum, 5 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Tölfræði leiks