Þórsarar sýndum gestum sínum óþarflega mikla gestrisni þegar Ármann kom í heimsókn í höllina í kvöld. Þórsarar gáfu gestunum allt það pláss og rými í fyrri hálfleik og það nýttu gestirnir sér til hins ýtrasta. Ármann lagði grunninn að öruggum sigri í fyrri hálfleik þegar þeir skoruðu 47 stig gegn 29 stigum Þórs.

Það var ekki bara varnarleikur Þórs í fyrri hálfleik sem var arfaslakur því sóknarleikurinn einnig í molum. Í hálfleik hafði Tarojae Brake skorað 11 stig fyrir Þór, Smári og Hlynur Freyr 5 stig hvor og Hákon Hilmir 4.

Hjá gestunum var Kristófer Már frábær með 16 stig, William Thompson 8 og Eyjólfur Ásberg 6.

Barningurinn hélt áfram í þriðja leikhluta þar sem lítið gekk hjá Þór en þeim til happs þá fór heldur minna fyrir gestunum sem unnu leikhlutann með þremur stigum 18:21. Ármann hafði 22 stiga forskot þegar lokaspretturinn hófst 47:69.

Gestirnir hófu fjórða leikhlutann með látum og voru komnir með 27 stiga forskot eftir tveggja mínútna kafla, en þá vöknuðu heimamenn af værum blundi.

Þórsarar gáfu nú allt í leikinn og menn börðust út um allan völl og ætluð sér augljóslega að laga stöðuna en útlitið var orðið ansi dökkt. Ungu strákarnir þeir Páll Nóel og Hákon Hilmir sem er einungis 16 ára og 166 daga gamall áttu frábæra innkomu. Þá sýndi Smári sitt rétta andlit og dreif sína menn áfram með mikilli baráttu. Þór vann fjórða leikhlutann með fjórum stigum 31:27 en átján stiga tap staðreynd og lokatölur leiksins urðu 78:96.

Í lið Þórs vantaði þrjá leikmenn þá Baldur Örn, Kolbein Fannar og Andra Má. Þórsarar hafa þó fengið góðan liðstyrk en þeir Þráinn Svan Gíslason og Rúnar Þór Ragnarsson hafa bæst í leikmannahóp Þórs.

Í liði Þórs var Tarojae stigahæstur með 22 stig, Smári kom næstur með 18 stig og þeir Hlynur Freyr og Toni Cutuk 11 stig hvor.

Í liði Ármann var Kristófer Már Gíslason frábær en hann skoraði 31 stig en næstur kom William Thompson með 13 stig og 13 fráköst.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 14:27 / 15:20 (29:47) 18:21 / 31:27 =78:96

Framlag leikmanna Þórs: Tarojae Brake 22/6/5, Smári Jónsson 19/1/3, Hlynur Freyr 11/6/5, Toni Cutuk 11/11/2, Hákon Hilmir Arnarsson 7/3/2, Ragnar Þór 4/5/2, Páll Nóel 3/4/1 og Zak Harris 2/3/0.

Framlag leikmanna Ármanns: Kristófer Már 31/6/1, William Thompson 13/1/2, Austin Bracey 10/2/7, Snjólfur Björnsson 9/5/2, Gunnar Örn Gunnarsson 9/3/1, Egill Jón Arnarsson8/2/2, Eyjólfur Ásberg 6/2/2, Arnór Hermannsson 6/3/3, Halldór Fjalar Helgason 4/4/2.

Nánari tölfræði:

Staðan   

Myndir úr leiknum Palli Jóh

Viðtal við Óskar Þór Þorsteinsson þjálfara Þórs

Viðtal við Ólaf Þór Jónsson þjálfara Ármanns

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Palli Jóh