Maja Michalska er komin með félagaskipti yfir til Fjölnis í Subway deild kvenna frá Skallagrím samkvæmt félagaskiptasíðu KKÍ.

Maja er 27 ára pólskur bakvörður/framherji sem lék með Skallagrími frá tímabilinu 2018-19 til 2020-21, en tímabilið þar á eftir 2021-22 lék hún einn leik með þeim. Á síðasta heila tímabili sínu í deildinni, 2020-21, skilaði hún 7 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í 21 leik fyrir félagið. Tímabilið á undan, 2019-20, hafði Maja verið mikilvægur hluti af bikarmeistaraliði Skallagríms.

Fjölnir er sem stendur í 6. sæti Subway deildarinnar með þrjá sigra eftir fyrstu 10 umferðirnar.