Lykilleikmaður 7. umferðar Subway deildar karla var leikmaður ÍR Taylor Maurice Johns.

Í gífurlega mikilvægum sigurleik ÍR gegn Þór í Skógarseli, 79-73, var Taylor besti leikmaður vallarins. Á tæpum 34 mínútum spiluðum skilaði hann 30 stigum, 13 fráköstum, 3 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti. Þá var hann nokkuð skilvirkur í leiknum, með 67% heildarskotnýtingu og 34 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

  1. umferð – Everage Lee Richardson / Breiðablik
  2. umferð – Dedrick Deon Basile / Njarðvík
  3. umferð – Norbertas Giga / Haukar
  4. umferð – Dagur Kár Jónsson / KR
  5. umferð – Bragi Guðmundsson / Grindavík
  6. umferð – Jeremy Herbert Smith / Breiðablik
  7. umferð – Taylor Maurice Johns / ÍR