Fjölnir hefur samið við Lewis Junior Diankulu um að leika með liðinu í fyrstu deild karla.

Lewis er 27 ára, 201 cm kanadískur framherji sem síðast lék fyrir Montreal Alliance í heimalandinu, en þá hefur hann einnig leikið sem atvinnumaður fyrir lið í Bretlandi, sem og var hann fjögur ár, 2015 til 2019, í bandaríska háskólaboltanum.

Lewis lék sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn Hamri í gærkvöldi og skilaði þar 29 stigum, 8 frákösyum og 2 stoðsendingum.