Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden lögðu Feyenoord í kvöld í hollensk/belgísku BNXT deildinni, 83-72.

Aris fara tímabunduð á topp deildarinnar með fimm sigra og þrjú töp það sem af er tímabili, en Heroes Den Bosch eru ekki langt undan, taplausir eftir fyrstu sex leiki sína.

Á 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 16 stigum, 10 fráköstum og stoðsendingu, en hann var framlagshæstur í liði Aris með 23 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Næsti leikur Aris er þann 26. nóvember gegn Landstede Hammers.

Tölfræði leiks