Ísland mætir Úkraínu kl. 14:00 á mánudag í seinni leik nóvemberglugga undankeppni HM 2023. Fyrir leikinn eru Ísland og Georgía jöfn að stigum í 3.-4. sæti riðilsins þegar þrír leikir eru eftir, en aðeins þrjú efstu komast á lokamótið.

Hérna er meira um mótið

Karfan spjallaði við leikmann Íslands Kári Jónsson á æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu í Lettlandi. Í spjallinu ræðir Kári góða innkomu sína í vonbrigði föstudagsins, ferðalagið til Lettlands og möguleika Íslands og hvernig það er að vera kominn með litla frænda sinn Hilmar Pétursson í landsliðshópinn.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil