Landsliðsbakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson lék í 25 mínútur þegar lið hans Pesaro vann stórsigur á liði Happy Casa Brindisi í efstu deild ítalska körfuboltans, Serie A, í gær.

Lokatölur leiksins voru 102-74, og skoraði 10 stig í leiknum og gaf þrjár stoðsendingar.

Eftir sigurinn eru Jón Axel og félagar í fimmta sæti deildarinnar með fjóra sigra og þrjú töp. Euroleague liðin Virtus Bologna og Emporio Armani Milano eru efst.