Jón Axel Guðmundsson lék sinn fyrsta leik í gærkvöldi fyrir Pesaro á Ítalíu er liðið mátti þola tap gegn toppliði Milano í Serie A deildinni, 71-85.

Pesaro eru eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 50% sigurhlutfall, 3 sigra og 3 tapaða eftir fyrstu sex umferðirnar.

Í frumraun sinni með liðinu lék Jón 14 mínútur, skilaði tveimur stigum, frákasti og stoðsendingu.

Næsti deildarleikur Jóns með Pesaro er þann 20. nóvember gegn Brindisi.

Tölfræði leiks