Valur lagði Hött í kvöld í spennuleik í Origo Höllinni, 82-79. Eftir leikinn er Valur í efsta sæti deildarinnar með 12 stig á meðan að Höttur er í 8.-9. sætinu með 6 stig líkt og Grindavík.

Gangur leiks

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og frekar lítið skorað – staðan 8-8 eftir 5 min.

Frekar daufur leikhluti og lítið spennandi að gerast, staðan orðin 13-13 eftir 8 mín þegar Höttur setur þrist og kemst yfir 13-16, þá tekur Valur leikhlé – Finnur ekki sáttur við Valsliðið!

Liðin skiptast á körfum og staðan 17-18 fyrir Hött eftir fyrsta leikhluta.

Hattarmenn skora fyrstu 9 stig 2. leikhluta og Valur tekur leikhlé eftir 3 mínútur og staðan 17-27 en eitthvað slen virðist yfir Valsmönnum á meðan baráttan er áberandi hjá Hattarmönnum! Valsmenn skora ekki körfu í tæpar 5 mínútur en setja loks þrist! Liðin skiptast svo á körfum og staðan 28-34 þegar 3 mínútur eru til hálfleiks. Vörn Vals er orðin betri og leikurinn jafn 37-37 þegar mínúta er eftir af leikhlutanum. Liðin setja þrista niður og Bertone setur flautuþrist fyrir hálfleiksflautið og endar fyrri hálfleik með 19 stig – staðan 43-40 fyrir Val.

Bæði lið hitta vel í byrjun seinni hálfleiks og staðan orðin 53-45 eftir 2 mínútur en með góðri  vörn nær Höttur að minnka muninn í 2 stig 53-51 um miðjan leikhlutann. Valsmenn ná þá smá áhlaupi og komast í 59-51 og 3 mínútur eftir. Valsliðið eykur forskotið í 11 stig 65-54 þegar Höttur tekur leikhlé, liðið má ekki við því sð missa Valsmenn í of mikinn mun fyrir lokaleikhlutann. Valur leiðir 68-56 eftir þriðja leikhluta.

Lítið skorað í byrjun 4. leikhluta og eftir 2 mínútur er staðan 70-60 fyrir Val en Höttur setur tvo þrista og tvist og minnkar muninn í 2 stig 70-68 og Valsmönnum virðist fyrirmunað að skora. Ákefðin í vörn Hattar er til fyrirmyndar og Valsmenn ná ekki gôðum skotum og hitta illa. Boltinn gengur fallega hjá Hattarmönnum og endar á fallegum þristi sem kemur stöðunni í 72-71 og leikur sem Valur virtist vera að vinna er hnífjjafn! Liðin skiptast á þristum og þegar 3 mín eru eftir leiir Valur 75-74. Höttur kemst svo yfir 75-76 og setja svo þrist þegar rúm mínúta er eftir eftir og staðan orðin 75-79. Valsmenn setja þrist og fá víti að auki sem klikkar en Hattarmenn ná ekki að skora og brjóta á Kára sem setur bæði vítin niður og Valur yfir 80-79 og 14 sekúndur eftir! Höttur tekur leikhlé og á möguleika á vinna leikinn með lokskoti leiksins! Skotið geigar og Valur nær frákasti og brotið er Lawson sem fær 2 víti og setur bæði niður (óvart að því er virtist í því seinna) og Valur sleppur frá leiknum með 82-79 sigri! 

Sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var en Valsmenn höfðu heppnina með sér og tróna á toppi deildarinnar.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Hannes Birgir