ÍR vann sinn annan leik á tímabilinu 79-73 á móti Þór og kom sér skref frá fallsæti en Þór situr áfram neðst ásamt KR með einn sigur.

Fyrir leik

ÍR tapaði síðast fyrir Haukum á útivelli og tekur á móti þór í kvöld í glæsilega nýja húsi sínu. Þessi  lið eru á botni deildarinnar með einn sigur hvort. ÍR vann Njarðvík eftirminnilega í fyrstu umferð en hafa tapað síðustu fimm. En þeir skiptu um bandarískan leikmann auk þess sem meiðsli hafa verið að stríða þeim. ÍR er það lið sem er með lægsta stigaskor að meðaltali í fyrstu 6 leikjunum 78.7 stig. Þetta er líka fyrsti leikur þar sem Ragnar Bragason leikur á móti sínum gömlu félögum eftir að hann skipti aftur í uppeldisfélagið. Auk þess kom Massarelli einnig frá Þór í sumar.

Þór vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð á móti Keflavík í brjáluðum stemnings leik í Þorlákshöfn þar sem Vinnie setti stoðsendigamet (19st). Það má búast við því að þeir mæti með mikið sjálfsstraust í Breiðholtið í kvöld. Þór er öfugt við ÍR í örðu sæti yfir hæsta stigaskor í leik.

Byrjunarlið

ÍR: Hákon, Taylor, Collin, Ragnar, Martin.

Þór. Styrmir, Fotios, Davíð, Vinnie, Pablo.

Fyrri hálfleikur 

Bæði lið vel peppuð þurfa nauðsynlega á þessum að halda. ÍR kemst í 9-0 þegar Pablo kemur Þór á blað með þrist. Taylor er Þór erfiður en þeir gefast ekki upp. Staðan orðin 13-14 fyrir Þór þegar 4 mínútur eru eftir og liðin skiptast á forystu eftir það út leikhlutan sem endar þó 17-19 fyrir gestina sem hafa misst Fotios út.

Annar leikhluti byrjar á svolítið miklu hnoði mistökum og lélegum skotum þegar Lárus tekur leikhlé í stöðunni 26-21. Bæði lið byrja á sitthvorum þristinum svo kemst smá jafnvægi á leikinn en ÍR alltaf skrefinu á undan og þegar Raggi Braga skellir í þrist og kemur ÍR í 34-28. Þá tekur gamli lærifaðir hans leikhlé hinum megin. Fyrri hálfleikur endar 36-35. Bæði lið að gera svoldið af mistökum og vantar smá sjálfstraust í leik beggja liða.

ÍR er að hitta 40% í heildina en eru 3/18 í þriggja. Stigaskorið er nokkuð jafnt hjá þeim og er Taylor komin með 10 stig mest í fyrsta leikhlutanum og 9 fráköst.

Þór er að hitta 33% og Pablo stigahæstur með 12 stig 5 fráköst.

Seinni hálfleikur

Leikurinn er heldur áfram sem frá var horfið liðin skiptast á að ná forystu. Colin er komin með 4 villur snemma og Taylor er með 3 villur. Styrmir treður með tilþrifum og bendir í átt að Hooligans í stúkunni hann er komin með 16 stig. Leikhlutinn endar 50-55 allt í járnum þegar við förum í fjórða

 Taylor byrjar á að troða. Og áfram höldum við. Það lið sem fyrr fær sjálfstraust í spilið sitt vinnur þennan leik en jafnt er þegar 7 mín eru eftir 59-59. Og í stöðunni 62-59 tekur Þór leikhlé. Þeir þurfa að stoppa Taylor undir körfunni. Ragnar kemur sínum mönnum í 64-61 þá gefa ÍR ingar Styrmir þriggja stiga skotið og hann jafnar 64-64 5mín eftir . Engin leið að sjá hvernig þetta fer. Hákon setur fallegan þrist og kemur ÍR í 69-67. Leikhlé Þór 3:38 eftir. Ragnar setur þrist strax 72-67. ÍR ætla að sigla þessu heim. Taylor treður með tilþrifum þegar 1:34 eru eftir stemningin er ÍR megin núna, 74-67. 78-71 með 28 sekúndur eftir tekur Þór leikhlé, svolítið seint. Leikurinn endar 79-73.

Atkvæðamestir

ÍR: Taylor 30 stig 13 fráköst

Þór: Styrmir 23 stig 14 fráköst

Samantekt

ÍR hélt Þór undir 80 stigum en ekki endilega góðri vörn því það var augljóst að leikurinn skipti liðin gríðalegu máli og tók á taugarnar og var skotnýtingin eftir því.

Góður sigur hjá ÍR sem kemur sér af botninum.

Hvað svo

ÍR heimsækir annað botnlið KR í vesturbæin þann 1.desember. Þór fær Njarðvík í heimsókn sama dag í Þorlákshöfn.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)