Framherjinn Haukur Helgi Pálsson mun ekki leika með liði Íslands komandi mánudag gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023. Staðfestir þjálfari liðsins Craig Pedersen það í samtali við Körfuna fyrr í kvöld.

Samkvæmt Craig mun Haukur þurfa meiri tíma til þess að jafna sig á þeim nárameiðslum sem urðu til þess hann þurfti að yfirgefa leik föstudagsins gegn Georgíu. Enn frekar segir Craig að liðið muni ekki bæta leikmanni inn í hóp liðsins fyrir Hauk, en möguleikar séu þó á því að bakvörðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson komi inn í liðið fyrir leikinn, en hann hefur verið frá síðustu vikur.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil