Valsarar tilkynntu fyrr í dag að liðið hefði samið við Emblu Kristínardóttur um að leika með liðinu í Subway deildinni út tímabilið.

Í tilkynningu Vals segir: “Emblu þarf ekki að kynna fyrir körfuboltaáhugamönnum en hún hefur leikið í efstu deild sl. 10 ár. Hún lék síðast með Skallagrími tímabilið 2021 til 2022 en fór í barnsburðaleyfi í desember og var þá með 12,5 stig, 5,5 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Embla hefur leikið 21 A-landsliðsleik fyrir Ísland.”

Valsarar mæta toppliði Keflavíkur í næstu umferð eftir landsleikjahlé, þann 4. desember.