Elvar Már Friðriksson og meistarar Rytas lögðu stórlið Zalgiris í LKL deildinni í Litháen í dag, 89-85.

Eftir leikinn er Rytas í 4. sæti deildarinnar með fimm sigra í fyrstu átta umferðunum.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 10 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Elvars og Rytas er þann 19. nóvember gegn Gargzdai.

Tölfræði leiks