Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Gargzdai í LKL deildinni í Litháen í dag, 81-99.

Eftir leikinn er Rytas í 4. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Elvar lék um 20 mínútur í leiknum og skilaði 14 stigum, frákasti og 3 stoðsendingum.

Næst leikur Elvar gegn sínum gömlu félögum í Siaulai þann 27. desember.

Tölfræði leiks