Leikmaður Vals í Subway deildinni Elín Sóley Hrafnkelsdóttir verður frá út tímabilið vegna meiðsla sem hún varð fyrir í leik liðsins gegn Njarðvík á dögunum. Staðfesti þjálfari Vals þetta við Körfuna fyrr í kvöld. Elín Sóley mun vera með slitin krossbönd og rifinn liðþófa og þar af leiðandi frá þangað til á næsta tímabili.

Elín Sóley kom aftur til Vals fyrir þetta tímabil eftir að hafa verið í bandaríska háskólaboltanum síðustu misseri. Í sjö leikjum með Val á þessu tímabili skilaði hún 7 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.