Körfuknattleikssamband Íslands hefur samið við Craig Pedersen um framlengingu á samningi hans og aðstoðarþjálfara hans Hjalta Þór Vilhjálmssyni og Baldri Þór Ragnarssyni framyfir undankeppni EuroBasket 2025.

Craig tók upphaflega við Íslandi árið 2014 og hefur síðan þá stýrt liðinu á tvö lokamót EuroBasket, 2015 og 2017. Eftir að þessi nýji samningur hans mun renna út verður hann því búinn að þjálfa liðið í 11 ár sem verður það lengsta í sögu liðsins, en honum næstir koma Sigurður Ingimundarson sem var með liðið frá 2004 til 2009 og Torfi Magnússon sem var með það frá 1990 til 1995.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil