Breiðablik lagði ÍR í kvöld í 5. umferð Subway deildar karla, 87-105. Eftir leikinn er Breiðablik í efsta sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap á meðan að ÍR er í 11. sætinu með einn sigur og fjögur töp.

Atkvæðamestur fyrir ÍR í kvöld var nýr bandarískur leikmaður þeirra Taylor Johns með 31 stig og 16 fráköst. Þá bætti Luciano Massarelli við 20 stigum og 8 fráköstum.

Fyrir Blika var Everage Lee Richardson bestur með 27 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og Julio de Assis honum næstur með 16 stig og 11 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst eftir landsleikjahlé þann 20. nóvember, en þá heimsækir ÍR Hauka og Breiðablik fær Njarðvík í heimsókn.

Tölfræði leiks

Viðtöl / Oddur Ólafsson