Grindavík lagði Njarðvík í kvöld í 5. umferð Subway deildar karla, 80-85. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-7. sæti deildarinnar með 6 stig líkt og Haukar og Höttur.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Braga Guðmundsson leikmann Grindavíkur eftir leik í Ljónagryfjunni. Bragi átti frábæran leik fyrir Grindavík í kvöld, skilaði 19 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum.