Breiðablik lagði Njarðvík í Smáranum í kvöld í 6. umferð Subway deildar karla, 91-88. Eftir leikinn er Breiðablik í efsta sæti deildarinnar með fimm sigra og eitt tap líkt og Valur. Njarðvík er hinsvegar í 6. sætinu með þrjá sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Fyrir leik

Verður spennandi að sjá hvernig þetta fer hjá Breiðablik sem hefur skorað flest stig í deildinni á móti Njarðvík sem hefur fengið fæst stig á sig af öllum liðum deildarinnar. Breiðablik vann síðasta leik á móti Njarðvík með 31 stigi í Icelandic Glacial mótinu en hafa ekki unnið Njarðvík áður í deild.

Breiðablik er með fjóra sigra og eitt tap fyrir landsleikjahlé og sitja sem stendur í 2 sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Valur og Keflavík sem eru í 1 og 3 sæti. Njarðvíkingar eru í fimmta sæti með 3 sigra og 2 töp, en þeir töpuðu síðasta leik sínum fyrir landsleikjahlé á móti Grindavík. Njarðvíkingar styrktu sig undir körfunni í hléinu og fengu til sín 39 ára spánverja að nafni Nacho Martin sem er 205 cm 4/5 og á að bæta frákasta tölur liðsins.

Hjá Njarðvík er Haukur og Logi meiddir annars allir heilir hjá báðum liðum.

Byrjunnarlið

Breiðablik: Everage,Clayton,Jeremy,Julio,Danero

Njarðvík: Oddur,Richotti,Martin,Basile,Mario

Fyrri hálfleikur

Blikar byrja leikinn á þrist og setja tóninn og leiða fyrsta leikhlutan, en Njarðvík er aldrei langt undan. Richotti er ekki mikið fyrir að elta bakverði Blikana. Nýji maður Njarðvíkur er sterkur í fráköstum og blikum erfiður á póstinum. Annars leika Blikar sinn leik og leiða eftir fyrsta 25-24

Annar leikhluti byrjar ekki vel hjá hvorugu liði og klaufamistök báðum megin og menn ekkert að hitta. Njarðvík er hinsvegar á undan að finna taktin með þolinmæðina að vopni. Og ef einhvar var að spá í það þá er það Richotti sem fær opið skot hjá Blikum og endar hann fyrri hálfleik í 0 af 7 í þristum.

Oddur lokar fyrri hálfleik með fallegu þrist í horninu og Njarðvík fer ínní hálfleikinn með 8 stiga forystu. Breiðablik 43-51 Njarðvík.

Seinni hálfleikur

Mario fær sína fjórðu villu eftir rúma mínútu hjá Njarðvík en góðu fréttirnar fyrir þá er að Richotti setur sitt fyrsta þriggja stiga skot. Blikar hitta illa en missa samt Njarðvíkingana aldrei langt frá sér í þriðja leikhluta. Og slæmu fréttirnar fyrir Njarðvík eru samt þær að Everage er komin í gang og Kemur Blikum aftur í forystu eftir að hafa sett tvo þrista í andlitið á Richotti sem vildi óska að hann væri komin á bekkinn í ACB deildinni.

Leikur liðsins fer í skapið á Benedikt sem fær tæknivillu fyrir einhver vel valin orð við dómara leiksins. Staðan þegar við förum í fjórða leikhlutan er 73-70 fyrir Blika. Benni setur Basile á Everage sem fær tvær snöggar villur á sig. En allt í járnum og fín vörn báðum megin í bland við klaufaskap beggja liða í sókninni.

Í lokin virðist meiri kraftur í Blikum þeir eru mun harðari á alla bolta hjálpa vel í vörninni og lýsir best orkunni að Njarðvíkingar eiga erfitt með að koma boltanum í leik. Njarðvík nær samt að minnka muninn í 1 stig þegar 14:8 lifa af klukkunni. 88-89 þristur frá Basile.

Brotið á Jeremy sem setur tvö skot niður. Richotti fær þriggja stiga skot til að klára leikinn með 1 af 12 í þristum og Blikar vinna leikinn 91-88.

Samantekt

Leikurinn var blanda af sæmilegri vörn og skelfilegri sókn, svoldið að boltinn að hitta hringinn. Margt var gott hjá báðum liðum. Nýji maðurinn hjá Njarðvík hefur örugglega ekki tekið jafn mörg þriggja stiga skot í einum leik en hann var ljósi punkturinn hjá Njarðvíkingum og hækkar frákastameðaltal liðsins.

Hjá Breiðablik er það að frétta að þeir spila hratt á góðum 7 mönnum sem skipta ört inn og út og alltaf mikil orka nema núna er orkan að gefa í vörninni og Smárinn orðið vígi sem enginn vill fara í.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestir Breiðablik var smith með 32 stig og Everage með tvennu í 23 stigum og 10 fráköstum. Hjá Njarðvík var Nacho með 17 stig og 13 fráköst og Richotti 18 stig.

Það sem sást ekki í tölfræði var orkan sem Sigurður Pétursson kom með inná völlinn fyrir Blika í vörninni.

Tölfræðin

Njarðvík vill örugglega gleyma þessum leik en þeir voru ekki að hitta vel 37% þar 28% í þriggja. Annars held ég að bæði Danero (1 af 10) hjá Blikum og Richotti (1 af 12)hjá Njarðvík hafi einhverntíman hitt betur úr þriggja stiga skotum.

Hvað svo

Breiðablik fer á Krókinn og Njarðvík tekur á móti Haukum heima.

Tölfræði leiks