Aukasendingin fékk Hraunar Karl og Guðmund Auðunn í heimsókn til þess að ræða fréttir vikunnar, fyrstu deild karla, Subway deildina og að lokum velja í tvö lið í lok þáttar.

Í fyrstu deild karla er ræddur toppur deildarinnar, þar sem að Álftanes hóta því að stinga af, en bæði Sindri og Hamar fylgja í humátt á eftir. 

Í Subway deild karla er farið vel yfir öll liðin og hverju og einu gefið þak og gólf, þ.e. spáð fyrir um neðsta mögulega sæti sem það getur lent í og það hæsta.

Þá er undir lokin valið í tvö lið. Annars vegar það lið atvinnumanna sem ólíklegast er til að vera enn hjá sínu liði í febrúar á næsta ári og í lið þeirra leikmanna í Subway deildinni sem ættu að taka stökkið og koma sér í stærra hlutverk hjá liðum í fyrstu deildinni á komandi tímabili.

Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils og Subway.