Einn leikur fór fram í fyrstu deild kvenna í kvöld.

Ármann lagði b lið Breiðabliks í Kennó með 77 stigum, 112-35. Ármann er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 2 sigra og 5 töp það sem af er tímabili á meðan Breiðablik er enn í neðsta sætinu, án sigurs eftir fyrstu 7 leiki sína.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna

Ármann 112- 35 Breiðablik

Ármann: Schekinah Sandja Bimpa 17/13 fráköst/5 stolnir, Jónína Þórdís Karlsdóttir 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Camilla Silfá Jensdóttir 16/4 fráköst, Telma Lind Bjarkadóttir 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Erla Bjarnadóttir 13/5 fráköst, Elísabet M. Mayböck Helgadóttir 9/11 fráköst, Hildur Ýr Káradóttir Schram 8/4 fráköst, Sólveig Jónsdóttir 7/6 fráköst, Viktoría Líf Önnudóttir Schmidt 6, Vilborg Óttarsdóttir 2/6 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2, Auður Hreinsdóttir 1/5 fráköst.


Breiðablik b: Sandra Ilievska 6/5 fráköst, Inga Sigríður Jóhannsdóttir 5, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 5/8 fráköst, Selma Pedersen Kjartansdóttir 4, Rannveig Bára Bjarnadóttir 3, Embla Hrönn Halldórsdóttir 3, Aldís Erna Pálsdóttir 3, Þórdís Rún Hjörleifsdóttir 2, Guðrún Heiða Hjaltadóttir 2, Sara Dagný Þórðardóttir 1, Hera Magnea Kristjánsdóttir 1/7 fráköst, Elín Kara Karlsdóttir 0.