Þór Þorlákshöfn hefur samkvæmt heimildum Körfunnar sagt upp samningi sínum við bakvörðinn Adam Rönnqvist.

Adam kom til Þórs fyrir yfirstandandi tímabil, en í fimm leikjum með liðinu skilaði hann 13 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Þórsurum hefur ekki gengið sem skyldi það sem af er tímabili, eru án sigurs í neðsta sæti Subway deildarinnar eftir fimm umferðir og voru slegnir út úr VÍS bikarkeppninni á dögunum af Hetti.