Ísland tekur á móti Georgíu í 2. glugga seinni hluta undankeppni heimsmeistaramótsins 2023 næsta föstudag 11. nóvember. Fyrir leikinn er staða Íslands nokkuð sterk í L riðil, liðið er með fjóra sigra, tvö töp og er í 3. sæti, en efstu þrjú lið riðilsins komast á lokamótið.

Leikurinn verður í beinni á RÚV. Miðasala er á STUBB appinu og eru takmarkað magn miða eftir og stefnt er á húsfylli.

Seinni leikur gluggans fer fram ytra mánudaginn 14. nóvember gegn Úkraínu og verður hann leikinn í Riga í Lettlandi og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma (16:00 í Lettlandi) og verður í beinni útsendingu á RÚV2. 

Craig, Baldur Þór og Hjalti Þór hafa valið 16 manna hóp sem þeir velja síðan sitt 12 manna lið fyrir leikina tvo á næstunni:

Íslenski landsliðsæfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: (landsleikir í sviga)

Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (61)

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (72)

Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (2)

Hilmar Smári Henningsson · Haukar (4)

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (95)

Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (21)

Kári Jónsson · Valur (28)

Kristófer Acox · Valur (48)

Orri Gunnarsson · Haukar (Nýliði)

Ólafur Ólafsson · Grindavík (50)

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (56)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (24)

Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (5)

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (54)

Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (76)

Þorvaldur Orri Árnason · KR (Nýliði)

Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson

Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komast áfram í aðra umferð. Liðin sem sameinast í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum hvert heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil