Þórsarar hafa samið við nýjan bandarískan leikmann fyrir komandi átök í Subway deild karla. Sá heitir Vinnie Shahid og kemur hann til félagsins úr NM1 deildinni í Frakklandi, sem er þriðja efsta deild þar í landi. Var Shahid valinn leikmaður ársins í NM1 á síðasta tímabili.

Áður hafði Shahid leikið fyrir North Dakota State háskólann í bandaríska háskólaboltanum.

Næsti leikur Þórs er á heimavelli gegn KR föstudaginn 28. október.