Höttur lagði Þór Þorlákshöfn í kvöld í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla, 78-75. Þór eru því úr leik á meðan að Höttur mætir sigurvegara viðuriegnar Selfoss og ÍA í 16 liða úrslitum keppninnar.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Viðar Örn Hafsteinsson þjálfara Hattar eftir leik á Egilsstöðum. Ræðir Viðar um leik kvöldsins, næsta leik í deild sem er einnig gegn Þór og kæruna sem kom vegna ummæla hans eftir síðasta deildarleik gegn Njarðvík.