Valskonur tóku á móti Fjölni í Subway deild kvenna í kvöld.

Eftir jafnan en stigalágan fyrri hálfleik höfðu Valskonur þriggja stiga forystu, 25-22. Forskotið var sjö stig fyrir lokafjórðunginn, 45-38, og eftir jafnan fjórða leikhluta vann Valur sjö stiga sigur, 62-55.

Hjá Val var Kiana Johnson stigahæst með 15 stig, en hjá Fjölni skoraði Dagný Lísa Davíðsdóttir 16 stig.

Næsti leikur Vals er á útivelli gegn Njarðvík 26. október, en sama kvöld tekur Fjölnir á móti Keflavík.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Guðlaugur Ottesen)