Valur lagði nýliða ÍR í kvöld í lokaleik þriðju umferðar Subway deildar kvenna 84-67. Valur er eftir leikinn með tvo sigurleiki og eitt tap á meðan að ÍR er enn án sigurs eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Atkvæðamest fyrir Val í kvöld var Kiana Johnson með 22 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Henni næst var Hallveig Jónsdóttir með 13 stig og 6 fráköst.

Fyrir ÍR var það Greeta Uprus sem dró vagninn með 21 stigi, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og þá bætti Jamie Cherry við 15 stigum og 5 fráköstum.

Bæði lið eiga leik næst þann 12. október, ÍR gegn Njarðvík í Breiðholtinu á meðan að Valur mætir Keflavík í Origo Höllinni.

Tölfræði leiks