Valur lagði Breiðablik í kvöld í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla, 111-90. Breiðablik er því úr leik þetta árið á meðan að Valur mætir Hrunamönnum í 16 liða úrslitunum.

Atkvæðamestur fyrir Val í leiknum var Kristófer Acox með 24 stig, 16 fráköst og Kári Jónsson bætti við 19 stigum og 11 stoðsendingum.

Fyrir Breiðablik var Jeremy Smith með 22 stig og honum næstur var Julio De Assis með 21 stig.

Myndasafn (Bára Dröfn)

Tölfræði leiks