Þrír leikir fóru fram í Subway deild kvenna í kvöld.

Íslandsmeistarar Njarðvíkur lögðu Fjölni í Dalhúsum og í HS Orku Höllinni í Grindavík lutu heimakonur í lægra haldi gegn Breiðablik.

Í síðasta leik kvöldsins vann Keflavík lið Hauka í toppslag deildarinnar og sitja þær því einar nú á toppi deildarinnar fram að næstu umferð.

Lokaleikur umferðarinnar er svo á dagskrá á morgun, en í honum eigast við Valur og ÍR í Origo Höllinni.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Subway deild kvenna

Fjölnir 95 – 84 Njarðvík

Grindavík 65 – 77 Breiðablik

Keflavík 75 – 66 Haukar